Vöruskipti voru óhagstæð um 1,1 milljarð króna í síðasta mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Fram kemur í upplýsingum Hagstofunnar að verðmæti útflutnings nam 42,6 milljörðum króna í mánuðinum og innflutnings 43,7 milljörðum króna.

Gangi bráðabirgðatölurnar eftir þá verður þetta í fyrsta sinn síðan árið 2007 sem halli verður á viðskiptum við útlönd. Á sama tíma í fyrra nam afgangur af vöruskiptum 162,5 milljónum króna og hafði þar áður hlaupið á tæplega 2,4 til 11,4 milljarða afgangi árin á undan. Í júní árið 2007 var hins vegar 9,5 milljarða króna halli á viðskiptunum.