Vöruskipti voru óhagstæð um 6,6 milljarða króna í maí, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar . Verðmæti útflutnings nam 43,6 milljörðum króna og innflutnings 50,1 milljarði.

Verði þetta raunin þá hefur annar eins halli á vöruskiptum ekki sést í mánuðinum síðan árið 2007. Þá nam hann reyndar tæpum 9,5 milljörðum króna. Að sama skapi stefnir í að afgangur af vöruskiptum við útlönd það sem af er ári verði sá minnsti frá hruni eða tæpir 23,9 milljarðar króna. Á sama tíma í fyrra nam afgangur af vöruskiptum frá áramótum tæpum 26 milljörðum króna.