Skýrar vísbendingar eru um að nýliðið ár hafi verið gott ár fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi, segir greiningardeild Glitnis. Erlendum ferðamönnum, sem fóru um Leifsstöð, fjölgaði um 36% frá því nóvember í fyrra.

?Fyrstu ellefu mánuði ársins 2006 fjölgaði erlendum ferðamönnum um 9,4% í gegnum Leifsstöð. Þær tölur tala sama máli og gistináttatölurnar, það er benda til mikillar aukningar í umsvifum í ferðaþjónustu. Hlutfallslega mest hefur ferðamönnum frá Kanada, Spáni, Noregi, Bretlandi og Danmörku fjölgað í ár.

Þegar einungis einn mánuður er óuppgerður af árinu í fyrra stefnir í metár fyrir ferðaþjónustuna. Gengi krónunnar var að meðaltali lægra í fyrra samanborðið við árið 2005 sem kom sér vel fyrir ferðaþjónustuna. Önnur skýring er aukið framboð af ferðamöguleikum með tíðari flugferðum til landsins,? segir greiningardeildin

Gistinætur

?Gistinætur á hótelum voru 71 þúsund í nóvember og fjölgaði um 23% frá fyrra ári.
Á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs fjölgaði gistinóttum mikið frá sama tíma 2005, eða um 12%.

Í nóvember var talsverð aukning á gistinóttum á öllum landsvæðum nema á Suðurlandi. Á höfuðborgarsvæðinu nam aukningin 28% í nóvember miðað við sama mánuð 2005. Um 76% af gistinóttum í nóvember voru á höfuðborgarsvæðin,? segir greiningardeildin.

Hún segir að sumarið fyrir ferðaþjónustuna hafi komið vel út en maí til september er mikilvægasta tímabil ferðaþjónustunnar.

?Gistinóttum hefur fjölgað hlutfallslega enn meira í október og nóvember og bendir það til þess að árangur sé að nást í lengingu ferðamannatímans. Miðað við fram komnar tölur standa erlendir ferðamenn að baki um 80% af gistinóttum síðasta árs. Það hlutfall er lítið breytt frá undanförnum árum,? segir greiningardeildin.