Allt stefnir í að Vestnorden í Reykjavík í haust, nánar tiltekið 15.-17. september, verði stærsta kaupstefnan frá upphafi.

Þetta kemur fram á vef Ferðamálastofu en þar er greint frá því að þetta verður í 23. sinn sem þessi sameiginlegi viðburður Íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga fer fram.

Þá kemur fram að nú þegar hafa tæplega 200 kaupendur frá 135 fyrirtækjum skráð sig sem svipað og var á Vestnorden í Reykjavík árið 2006 sem var metár að sögn Láru B. Pétursdóttur hjá Congress Reykjavík, sem sér um framkvæmd  og skipulagningu Vestnorden fyrir hönd Ferðamálastofu.

Einnig er reiknað með að á ráðstefnunni verði um 300 sýnendur frá um 145 fyrirtækjum.

Sjá nánar á vef ráðstefnunnar.