*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Innlent 16. október 2018 12:46

Stefnir í metár hjá Skeljungi

Greinendur hjá Capacent telja að Skeljungur hafi verið með vanmetnari félögum á síðasta ári en verðmatsgengið var um 20 til 25% yfir markaðsgengi.

Ritstjórn
Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs.
Haraldur Guðjónsson

Greinendur hjá ráðgjafarfyrirtækinu Capacent spá því að afkoma Skeljungs verði langt yfir rekstraráætlun fyrirtækisins frá því í upphafi árs. Þetta kemur fram í nýju verðmati Capacent sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum. Gert er ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) yrði á bilinu 2.600 til 2.800 milljónir króna í þeirri áætlun Skeljungs.

Ný og endurskoðuð rekstraráætlun frá Skeljungi gerir ráð fyrir að EBITDA félagsins verði á bilinu 3.100 til 3.300 milljónir króna. Það má því búast við að allt stefni í metár hjá Skeljungi.

Verðmatið nær óbreytt

Capacent hefur nú endurskoðað verðmat sitt fyrir Skeljung og hafa hækkað það um 3% með tillit til þess að sala fyrirtækisins var örlítið meiri sem og hlutfall EBITDA á móti framlegð. Aftur á móti hefur Capacent lækkað áætlun sína um framtíðar eldsneytissölu til húshitunar í Færeyjum sökum þess að ríkisstjórnin þar í landi hefur boðað orkuskipti yfir í endurnýjanlegan orkugjafa árið 2030. 

Það er því mikil óviss uppi um uppsetningu nýrra húshitunarkerfa í Færeyjum þó svo að forstjóri Skeljungs, Hendrik Egholm, hafi boðað að Skeljungur í Færeyjum, Magn, muni sjá um framleiðslu umhverfisvænnar orku til upphitunar þar í landi. 

Að mati Capacent er ljóst að töluverður samdráttur í sölu olíu til húshitunar í Færeyjum verði á næstu árum en framlegð Magns í Færeyjum kemur um 35% frá sölu olíu til húshitunar. Því hefur ráðgjafarfyrirtækið lækkað fyrri spá sína og nema áhrifin á verðmatið frá þeirri lækkun um 4%.

Verðmatið er því nær óbreytt en það er nú um 16.908 milljónir króna en var áður um 16.927 milljónir króna. Verðmatsgengið er óbreytt eða um 8,2. 

Sala eldsneytis dróst saman um 13%

Sala eldsneytis hjá fyrirtækinu dróst umtalsvert saman eða um 13%. Ástæðan fyrir samdrættinum er talin vera sú að samningur fyrirtækisins við flugfélögin Icelandair og WOW air rann út á seinni hluta síðasta árs og því dróst salan á þotueldsneyti saman um 86%.

Þó var söluaukning á öðrum sviðum og jókst sala bifreiðaeldsneytis um 14% hér á landi og um 8% í Færeyjum.

Hafa ber í huga að umtalsverðar hækkanir hafa verið á heimsmarkaðsverði með olíu en verð á olíutunnu var um 50 dollarar á fyrri hluta síðasta árs en nam um 70 dollurum á fyrri hluta þessa árs.  Hátt olíuverð kann að hafa jákvæð áhrif á afkomu olíufélaganna til skamms tíma en hefur neikvæð áhrif til langs tíma.

Með vanmetnari félögum árið 2017

Capacent telur að Skeljungur sé eitt af vanmetnari félögum á markaði á síðasta ári en verðmatsgengi ráðgjafarfyrirtækisins var um 20 til 25% yfir markaðsgengi. Nú er verðmatsgengi Capacent um 12% yfir gengi á markaði en það var um 30 til 35% yfir gengi á markaði til loka ágúst. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is