*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 9. september 2013 12:58

Stefnir í metár í ferðamennsku

Brottfarir erlendra ferðamanna um Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafa aldrei verið fleiri.

Ritstjórn
Ferðalangar velta ferðunum fyrir sér á upplýsingatöflu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Met var slegið á fyrstu átta mánuðum ársins 567 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Á sama tíma í fyrra voru þeir 472 þúsund. Þetta var 20% aukning á milli ára. Þá var sömuleiðis met slegið í ágúst í brottferðum erlendra gesta frá landinu þegar brottferðirnar voru 132 þúsund talsins. Þetta var 14% aukning á milli ára.

Greining Íslandsbanka bendir á það í Morgunkorni sínu í dag að erlendir ferðamenn hér á landi séu nú orðnir fleiri en nokkru sinni. Í fyrra námu brottfarir erlendra ferðamanna um flugstöðina 647 þúsund og höfðu þeir þá aldrei verið fleiri.

„Miðað við 15% vöxt í hverjum mánuði út árið, sem er hóflegur vöxtur miðað við þá þróun sem verið hefur framan af árinu, munu brottfarir [...] slaga upp í 770 þúsund á árinu í heild,“ að sögn Greiningar Íslandsbanka.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is