Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaflugmálastofnuninni IATA stefnir í að flugslys verði óvenju fá þetta árið. Vissulega er árið ekki liðið en það sem af er ári hafa orðið 73 en voru 109 eftir 11 mánuði í fyrra. Sjálfsagt má þetta þakka því að einhverju leyti að dregist hefur saman í flugi en sérfræðingar IATA segjast einnig sjá þar merki um aukið flugöryggi.

Þett er haft eftir Chris Glaeser, öryggismálafulltrúa IATA, en flugslys Air France flugs no 330 frá Rió er það alvarlegasta á árinu. 31. mái sl. hvarf vélin af radar yfir miðju Atlantshafinu og fórust allir 228 sem voru um borð. Ekki hefur tekist að fá fullnægjandi skýringu á óhappinu.