Neftóbakssala hefur aukist um 20% fyrstu ellefu mánuði ársins en á tímabilinu seldust 29.649 kg af tóbaki samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. Á sama tímabili árið 2013 seldust 24.710 kg. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu .

Aldrei hefur meira selst af íslensku neftóbaki á einu ári og 2011 þegar 30.231 kg seldust. Í ársbyrjun 2012 hækkaði tóbaksgjaldið um 75% og svo um 100% í ársbyrjun 2013, sem leiddi til þess að samdráttur varð í sölunni ár frá ári. Þannig seldust 28.763 kg árið 2012 og 27.616 kg árið 2013.

Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis, segir í samtali við Morgunblaðið að mælingar meðal ungs fólks á árunum 2009 til 2011 hafi sýnt að aukningin byggðist á neyslu ungra karlmanna sem tækju neftóbak í vörina. Embætti landlæknis, velferðarráðuneytið og fleiri aðilar vinna nú að stefnumótun í tóbaksvörnum, en Viðar kveðst eiga von á að vinnunni ljúki í upphafi næsta árs.