Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram um næstu helgi og um miðjan dag í gær voru skráðir þátttakendur 9788. Í fyrra voru þátttakendur 12.481 og þá var metþáttaka. Fleiri eru skráðir í hálfmaraþon og maraþon en tóku þátt í fyrra í sömu vegalengdum.

Í tilkynningu frá Íslandsbanka kom fram að meirihluti þátttakenda eru konur eða 56%. Í maraþoni eru karlmenn hins vegar flestir eða 71% þátttakenda.