*

fimmtudagur, 23. janúar 2020
Innlent 18. ágúst 2017 07:59

Stefnir í metþátttöku

Skráning og áheitasöfnun gengur vel í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fer á morgun.

Ritstjórn

Skráning og áheitasöfnun gengur vel í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fer fram á morgun og stefnir bæði þátttaka og áheitasöfnun í met í ár. 

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer nú fram í 34. sinn og safnar stór hluti þátttakenda til góðra málefna á vefnum hlaupastyrkur.is. Þá er veðurspáin sérstaklega góð fyrir laugardaginn. Spáð er hægum vindi, bjartviðri og allt að 17 stiga hita á höfuðborgarsvæðinu.