Fundur leiðtoga evruríkjanna hefur staðið í alla nótt og er ekki enn lokið. Árangur hefur náðst á sumum sviðum en í öðrum mikilvægum atriðum hefur enn ekki náðst samstaða og ber raunar talsvert mikið á milli svo sumir telja að ESB geti mögulega klofanað. Í grófum dráttum eru evrulöndin sammála um nýjar reglur um fjárlagahalla en Bretland gerir aukakröfur sem þýðir að ekki er hægt að ná breytingunum inn í stofnsáttmálann að óbreyttu og ber mikið á milli Bretlands og svo Þýskalands og Frakklands í þessum efnum.

Björgunarsjóðurinn mun hafa 500 milljarðar evra til ráðstöfunar og á það að vera klárt fyrir júlí á næsta ári. Þá skuldbindur Evrópusambandið sig til þess að leggja Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til 200 milljarða evra. Í frétt Reuters er haft eftir þýskum fulltrúum að þeirri reikni með að verða áfram í Brussel alla helgina til þess að funda með áfram með evruríkjunum eða að minnsta kosti þeim ríkjum sem fylgja Þýskalandi og Frakklandi að málum.