Stærstu flutningafyrirtæki heims hafa átt í vandræðum með skort á gámum og skipalægi við hafnir á sama tíma og mikil eftirspurn og Covid-19 hefur sett strik í reikninginn hvað varðar flutningastjórnun. Nú virðist sem að flutningafyrirtækin horfi einnig fram á skort á gámaskipunum sjálfum. Financial Times greinir frá.

Stjórnendur í geiranum hafa varað við því framboð muni ekki fylgja þeirri mikilli aukningu í eftirspurn eftir nýjum skipum næstu árin. Skortur á skipum eykur líkurnar á að viðvarandi háum flutningsgjöldum.

Xavier Destriau, fjármálastjóri ísraelska flutningafyrirtækinu Zim, sem er eitt af stærstu fyrirtækjum sinnar tegundar, segir að lítið framboð af skipum gæti reynst geiranum „meiriháttar ógn“ þar sem mörg fyrirtæki biðu með að panta skip þar til í ár ásamt því að mörg eldri skip eru kominn á síðasta snúning. Fram kemur að áhyggjur af auknum gæðakröfum hvað varðar umhverfismál sé meðal ástæðna fyrir hiki á pöntunum.

Forstjóri stærsta skipamiðlarafyrirtæki heims, Clarksons, tekur í sama streng og bendir á að fjöldi skipasmíðastöðva um heiminn hafi fækkað um tvö þriðju frá árinu 2007 og eru um 115 talsins í dag.

Þær skipasmíðastöðvar sem starfa enn í dag hafa tekið við gríðarlegu magni af pöntunum eftir að flutningafyrirtæki skiluðu fordæmalausum hagnaði undanfarið ár í kjölfar gífurlegrar aukningar í eftirspurn eftir vöruflutningum frá seinni helmingi síðasta árs.

Flutningafyrirtæki hafa pantað skip sem geta flutt 3,2 milljónir af 20 feta gámum það sem af er ári, sem er það mesta frá upphafi mælinga, samkvæmt greiningarfyrirtækinu Clarksons Research.

Margir telja þó að þessar pantanir séu ekki nærri því nógu miklar til að sinna eftirspurn. Nýjar pantanir jafngilda um 20% af núverandi flutningagetu fyrirtækja. Sama hlutfall var 10% árið 2019 en 60% árið 2007.