Í lok síðustu viku var haft eftir Skúla Mogensen, forstjóra Wow air, á mbl.is að í byrjun næsta árs myndi Wow air hefja beint flug til Montreal í Kanada. Þá hefur Icelandair einnig gefið út viðræður standi yfir við flugmálayfirvöld í Montreal um beint áætlunarflug þangað.

Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, segir í samtali við Túrista að ætlun félagsins sé að bjóða upp á flug til Montreal allan ársins hring. Hins vegar liggur ekki endanlega fyrir hvort Icelandair muni opna þessa flugleið og þá hvort boðið verði upp á flug allt árið.

Stephanie Lepage, upplýsingafulltrúi Montreal-Trudeau flugvallar, segir í svari til Túrista að viðræður séu í gangi við bæði Icelandair og Wow air en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið.