*

sunnudagur, 9. ágúst 2020
Erlent 6. júlí 2020 14:01

Stefnir í stærsta hlutafjárútboð ársins

Kínverski örgjörvaframleiðandinn SMIC hyggst safna um 6,6 milljörðum dollara í hlutafjárútboði í Sjanghæ Kauphöllinni.

Ritstjórn
SMIC er þegar skráð í Hong Kong Kauphöllina
epa

Semiconductor Manufacturing International Corp. (SMIC), stærsti örgjörvaframleiðanda Kína, stefnir á hlutafjárútboð í Sjanghæ Kauphöllinni sem yrði að öllum líkindum stærsta útboð ársins, samkvæmt gagnaveitunni Refinitiv. 

SMIC, sem er þegar skráð í Hong Kong Kauphöllina áætlar að selja 1,69 milljarða nýja hluti á genginu 27,46 yuan, eða um 3,89 dollara á hlut, samkvæmt útboðslýsingu. 

Heildar upphæðin yrði því um 6,6 milljarðar dollara, eða 915 milljarðar íslenskra króna, sem mun hjálpa fyrirtækinu í samkeppninni við stærstu örgjörvaframleiðendur heims, líkt og TSMC. Fyrirtækið hefur gefið út að fjármagnið muni fara í framleiðslu á örgjörvum, rannsóknarstofu og notað sem rekstrarfé, að því er segir í frétt WSJ

SMIC hefur tilkynnt að útboðið gæti stækkað um 15% ef umframsöluréttir (e. greenshoe option) verða nýttir. Hlutabréf SMIC hafa hækkað um meira en 20% það sem af er degi og þrefaldast í virði á árinu. 

Stikkorð: frumútboð SMIC