Allt bendir til þess að tónlistarhátíðin All Tomorrow's Parties, sem haldin verður í þriðja sinn á Íslandi 2.-4. júlí 2015, verði sú stærsta hingað til.

Forsvarsmenn tónlistarhátíðarinnar kynna í dag nokkrar hljómsveitir sem munu spila á hátíðinni á næsta ári, en líkt og VB.is greindi frá var búið að tilkynna um að skoska hljómsveitin Belle & Sebastian myndi spila fyrsta kvöldið.

Dæmi um hljómsveitir sem hafa nú bæst í hópinn eru til að mynda Godspeed You! Black Emperor sem spilaði síðast á Íslandi 2002, Run the Jewels, Mudhoney, Deafheaven, Loop, Yonghusband og fleiri.

Í tilkynningu er haft eftir Barry Hogan, stofnanda ATP, að forsvarsmenn hátíðarinnar séu mjög spenntir fyrir þriðju ATP hátíðinni á Íslandi. Næsta hátíð muni skarta þekktum hljómsveitum í bland við nýrri hljómsveitir og allt stefni í að hún verði sú stærsta hingað til.