Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að stefna Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn þar sem íslensk stjórnvöld hafa ekki sinnt fyrirmælum um að stöðva og endurheimta ólögmæta ríkisaðstoð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni.

Þar segir að forsaga málsins sé sú að í október 2014 gaf ESA íslenskum stjórnvöldum fyrirmæli um að stöðva allar greiðslur á grundvelli laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Íslenskum stjórnvöldum var að auki fyrirskipað að endurheimta þá ríkisaðstoð sem þegar hafði verið veitt á grundvelli laganna.

Rannsókn ESA hafði þá leitt í ljós að ríkisaðstoð í fimm ívilnunarsamningum sem Ísland gerði var hvorki í samræmi við styrktarkerfið sem ESA hafði samþykkt né ríkisstyrkjareglur EES. Þar sem íslensk stjórnvöld hafa ekki orðið við fyrirmælum ESA var í dag ákveðið að vísa málinu til EFTA-dómstólsins.

Nánar má lesa um málið á vefsíðu ESA .