*

laugardagur, 8. ágúst 2020
Innlent 8. júní 2020 15:40

Landsbankinn hafði betur

Uppsögn fyrrverandi starfsmanns dæmd lögmæt en starfsmaðurinn hafði krafist bóta vegna ólögmætrar uppsagnar.

Ritstjórn
Landsbankanum var stefnt af fyrrverandi starfsmanni sínum.
Haraldur Guðjónsson

Landsbankinn bar sigur af hólmi í dómsmáli gegn sér af fyrrverandi starfsmanni bankans. Mál þetta, sem staðfest var af Landsrétti síðastliðinn föstudag, hlaut sömu niðurstöðu og fyrir Héraðsdómi. Hinn áfrýjaði dómur er óraskaður um annað en málskostnað.

Áfrýjandi krafðist skaða- og miskabóta í kjölfar þess að honum var sagt upp störfum hjá Landsbankanum. Kröfur aðilans byggðust á því að uppsögn hans hefði verið ólögmæt og meiðandi í hennar garð og krafðist aðilinn rúmlega 9,6 milljón króna auk dráttarvaxta og greiðslu málskostnaðar.

Landsbankinn gaf þá skýringu að samskipti aðilans við tiltekna samstarfsmenn hafi valdið erfiðleikum á vinnustað. Landsréttur telur, rétt eins og Héraðsdómur, að uppsögnin hafi verið lögmæt og ekki væru lagaskilyrði fyrir því að dæma áfrýjanda miskabætur. 

Stefnandi þarf að greiða stefnda 650.000 krónur í málskostnað.

Stikkorð: Landsbankinn Landsréttur stefna