Aðdáendur James Cameron og myndar hans Avatar hafa fullt tilefni til að gleðjast. Cameron ætlar nefnilega að gera þrjár framhaldsmyndir af Avatar. Kvikmyndasíðan deadline.com segir að Cameron sé þekktur fyrir að taka sér mjög góðan tíma til að framleiða myndir. Framleiðsla Avatar-myndanna muni hefjast á næsta ári. Fyrsta framhaldsmyndin komi í kvikmyndahús 2016 en sú síðasta árið 2018.

Til stendur að taka myndirnar allar upp á sama tíma. Deadline.com segir að mögulega gæti þarna orðið um dýrustu kvikmyndaframleiðslu í sögunni að ræða og mögulega verði þarna metnaðarfyllsta framleiðsla allt frá því að Peter Jackson gerði Hringadróttinssögu.

Vefurinn leiðir að því líkum að framleiðsla nýju myndanna geti kostað einn milljarða dala, eða því sem nemur 121 milljarði króna.