Að því er stefnt að nýr fjárfestingarsjóður Glitnis á sviði endurnýjanlegraorkugjafa, Glacier Renewable Energy Fund (GREF),stækki upp í að verða um 500milljónir dollara, eða um 30-35milljarðar króna, en eina eignhans nú er rúm 42% í Geysi Green Energy, eftir að FL Group seldihlut sinn í GGE í fyrradag.

MagnúsBjarnason, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Glitnis, segir að því stefnt að eignarhluturinn í GGE verði ákveðin kjölfesta í sjóðnumen langt í frá eina eign hans.

„Við erum ekki byrjaðir að afla fjármagns að öðru leyti þannig að aðstandendur sjóðsins, eins og sakir standa, eru Glitnir og FL Group. Við munum hins vegar leggja í fjáröflun innan skamms og sækja meira fé í sjóðinn,“ segir Magnús.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .