Stærstu eigendur Vátryggingarfélagsins Íslands; KB banki, Eignarhaldsfélagið Hesteyri, Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar og Eignarhaldsfélagið Andvaka, sem samtals eiga um 87,1% hafa gert með sér samkomulag um stjórnun og rekstur Vátryggingafélags Íslands hf. Samkvæmt því er þeim skylt að gera öðrum hluthöfum VÍS yfirtökutilboð og er því stefnt að því að afskrá félagið úr Kauphöllinni.

Yfirtökutilboðið miðast við gengið 49,0 sem er sama gengi og var í síðustu viðskiptum í Kauphöll Íslands fyrir undirskrift þessa samkomulags.

Tengsl aðila samkomulagsins við Vátryggingafélag Íslands:

Jón Eðvald Friðriksson stjórnarmaður í VÍS er formaður stjórnar Eignarhaldsfélagsins Hesteyrar ehf.

Finnur Ingólfsson forstjóri VÍS er í stjórn Eignarhaldsfélagsins Hesteyrar ehf.

Óskar H Gunnarsson stjórnarmaður í VÍS er formaður stjórnar Eignarhaldsfélagsins Samvinnutryggingar svf. og Eignarhaldsfélagsins Andvöku gt.

Sigurður Markússon stjórnarmaður í VÍS er í stjórn Eignarhaldsfélagsins Samvinnutryggingar svf. og Eignarhaldsfélagsins Andvöku gt.

Þórólfur Gíslason formaður stjórnar VÍS er í stjórn Eignarhaldsfélagsins Samvinnutryggingar svf. og Eignarhaldsfélagsins Andvöku gt.