Um næstu áramót má búast við því að nýr, íslenskur sælkerabjór verði á boðstólum hér á landi. Fyrirtækið Ölvisholt Brugghús á Íslandi hefur gengið til samninga við danska sælkerabjórframleiðandann Gourmetbryggeriet sem setur upp fullkomna bjórverksmiðju á bænum Ölvisholti í Flóanum.

Þetta verður fyrsti íslenski sælkerabjórinn. "Það koma með okkur öflugir aðilar, sem hafa áratugareynslu frá Danmörku, í það að setja upp fyrsta flokks brugghús á Ölvisholti. Þarna ætlum við að framleiða svokallaðan sælkerabjór," segir Bjarni Einarsson, einn af eigendum hins nýstofnaða Ölvisholts Brugghúss.

Verksmiðjan verður sett upp í hlöðu á bænum Ölvisholti. Þar var búskapur lagður niður fyrir nokkru og verið er að finna ný not fyrir þær byggingar þar eru og hefja útrás í landbúnaði með framleiðslu á landbúnaðarafurðinni sem bjór vissulega er.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag