Flest bendir til að 3,2 milljónir farþega fari um Leifsstöð innan sjö ára. Undanfarin misseri hefur verið unnið að því hörðum höndum að bregðast við auknum farþegastraumi og fleiri framkvæmdir eru fyrirhugaðar, meðal annars bætt aðkoma, fjölgun flugvélastæða og bílastæðahús.

Heildartekjur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar (FLE) lækkuðu í fyrra samkvæmt bráðabirgðauppgjöri úr 6,7 milljörðum króna árið 2006 í 6,3 milljarða króna árið 2007, eða um 6%. Hagnaður eykst hins vegar um tæp 9%, eða úr 2,3 milljörðum króna árið 2006 í 2,5 milljarða árið 2007 fyrir afskriftir og fjármagnskostnað. Að sögn Elínar Árnadóttur, forstjóra FLE, er gert ráð fyrir talsverðum afkomubata á þessu ári og að því stefnt að tekjur verði 6,9 milljarðar króna og hagnaður um 3 milljarðar fyrir afskriftir og fjármagnskostnað.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið á pdf formi hér á vb.is.