Enn er stefnt að því að skrá Haga á markað fyrir áramót. Sem kunnugt er keypti hópur fjárfesta undir forystu þeirra Hallbjörns Karlssonar og Árna Haukssonar 35,3 prósenta hlut í Högum síðastliðið vor á rúma fjóra milljarða króna. Auk þess eiga þeir kauprétt á 10 prósentum útgefinna hlutabréfa til viðbótar.

Hlutinn keyptu þeir af Arion banka sem hafði áður tekið yfir félagið.

Frá því að Hagar voru boðnir til sölu hjá bankanum í lok síðasta árs hefur verið stefnt að skráningu félagsins á markað.

Hallbjörn segir í samtali við Viðskiptablaðið að enn sé stefnt að skráningu félagsins fyrir áramót.

Sex mánaða uppgjör félagsins hafi legið fyrir í lok september og verið sé að undirbúa skráningarferlið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.