Dómsmálaráðuneytið í Bandaríkjunum hefur gefið út minnisblað þar sem fram kemur að í framtíðinni muni ráðuneytið setja í forgang að lögsækja starfsmenn fjármálafyrirtækja, en ekki fyrirtækin sjálf eins og verið hefur.

Ráðuneytið mun einnig setja þrýsting á fyrirtækin að gefa upp saknæmar upplýsingar um stjórnendur fyrirtækjanna.

Nýjar reglur koma í kjölfar gagnrýni sem ráðuneytið hefur fengið í kjölfar fjármálakreppunnar 2008. Ráðuneytið hefur hingað til ekki gengið hart gegn einstaklingum heldur hefur það lagt áherslu á að ráðast gegn fyrirtækjum og leggja á þau háar sektargreiðslur. JP Morgan Chase var til að mynda sektað um 13 milljarða Bandaríkjadala í nóvember 2013, Citi var sektað um sjö milljarða dala í júlí 2014 og Bank of America var sektað um 16,65 milljarða dala í ágúst 2014.