Markaðir í Evrópu ýmist hækkuðu eða lækkuðu í dag, en breytingin var almennt lítil. Í Bretlandi og Frakklandi var sáralítil breyting, í Þýskalandi lækkuðu markaðir um 0,2% og í Hollandi um 0,4%, en í Noregi hækkuðu hlutabréf um 2,6%, að því er segir í frétt WSJ. Norræna vísitalan OMXN40 lækkaði óverulega, en íslenska Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,8%.

Tap UBS bankans á fjórða fjórðungi vegna mikils taps í tengslum við undirmálslán hafði neikvæð áhrif á markaði. Daimler skilaði hagnaði á fjórða fjórðungi vegna jákvæðs viðsnúnings hjá bílahlutanum Mercedes-Benz.