Leitin að danska fjármálamanninum Stein Bagger heldur áfram. Í dag greina danskir fjölmiðlar frá því að til hans hafi sést í síðustu viku á lúxushótelinu Burj Al Arab í Dubai. Þar dvaldist hann með konu og börnum að því er Börsen greinir frá.

Eftir að kom í ljós að Stein Bagger hafði stungið af með vel á annan tug milljarða króna frá IT Factori hafa Danir fylgst með leitinni að honum með sjúklegum áhuga. Hótelið sem hér um ræðir er kallað Seglið og er sjö stjörnu. Ódýrasta herbergð þar kostar 1000 dollara nóttin.

Í frétt Börsens segir að Interpol leiti hans ákaft og þeir taka fram að aðrir gistikostir bíði hans í Danmörku.