*

mánudagur, 24. febrúar 2020
Fólk 22. október 2008 11:32

Steinar Þór Guðgeirsson nýr formaður skilanefndar Kaupþings

Ritstjórn

Steinar Þór Guðgeirsson hrl. hefur tekið við formennsku skilanefndar Kaupþings. Hann var áður stjórnarmaður í skilanefndinni, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu.

Fyrrverandi formaður nefndarinnar, Finnur Sveinbjörnsson, var í gær ráðinn bankastjóri Kaupþings og hefur sagt skilið við nefndina.

Theodór Sigurbergsson, löggiltur endurskoðandi, hefur tekið sæti í skilanefndinni.

Aðrir í skilanefnd eru: Guðný Arna Sveinsdóttir viðskiptafræðingur, Knútur Þórhallsson, löggiltur endurskoðandi og Bjarki H. Diego hrl.