Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,53% í dag en viðskipti á hlutabréfamarkaði voru afar lítil eða um 299 milljónir króna í heildina. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,02% og stendur því í 1.365,68 stigum, en viðskipti með skuldabréf námu litlum 700 milljónum króna.

Mest hækkuðu bréf Nýherja en aðeins í óverulegum viðskiptum. Þá hækkuðu bréf VÍS um 1,17% í 18 milljón króna viðskiptum en bréf félagsins standa nú í 12,10 krónum hvert.

Mest lækkun var á bréfum Icelandair en þau lækkuðu um 1,31% í viðskiptum upp á tæpar 18 milljónir króna. Þá lækkuðu bréf N1 um 0,81% í óverulegum viðskiptum.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,37% í 0,3 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,03% í 0,3 milljarða viðskiptum. Nær engin viðskipti voru með verðtryggð bréf. Óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,06% í 0,3 milljarða viðskiptum.