*

miðvikudagur, 27. október 2021
Innlent 18. desember 2015 08:32

Steingrími sagt upp hjá Fáfni Offshore

Forstjóra, og stofnanda, fyrirtækisins Fáfnir Offshore hefur verið sagt upp.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Steingrími Erlingssyni, forstjóra og stofnanda Fáfnis Off­shore, var sagt upp störfum í vikunni en þetta staðfestir Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Fáfnis í samtali við Fréttablaðið.

Bjarni tjáir sig ekki um ástæðu uppsagnarinnar og segir enga breytingu vera á hluthafahópnum, en Steingrímur á 21% hlut í Fáfni.

Fáfnir offshore starfar rekstri þjónustuskipa fyrir olíuiðnaðinn en félagið tapaði 50 milljónum króna á síðasta ári.

Árið 2013 tilkynnti Fáfnir um kaup á dýrasta skipi sem keypt hefur verið af íslensku fyrirtæki, en kostnaðurinn nam um 7,3 milljörðum miðað við gengi ársins 2013. 

Skipið var sérstaklega byggt og styrkt fyrir aðstæður í Norður-Íshafi og á því er m.a. þyrlupallur og sérstakur eldvarnar- og hreinsibúnaður.

Stikkorð: Fáfnir Offshore