Steingrímur H. Pétursson, fjármálastjóri Haga, hefur keypt hlutabréf í félaginu fyrir tæpar 10,6 milljónir króna, og á nú samtals bréf að andvirði tæplega 53 milljónir.

Steingrímur keypti 250 þúsund bréf á genginu 42,3 krónur á hlut, sem gerir 10.575.000 krónur, en fyrir átti hann milljón hluti, og á því eftir viðskiptin 1,25 milljón hluti.

Hagar hafa hækkað um 1,45% það sem af er degi, en lítil viðskipti hafa verið í Kauphöllinni í dag vegna tæknilegrar bilunar hjá Nasdaq sem olli lokun lungann úr deginum.

Sé horft lengra aftur í tímann hafa bréf félagsins hækkað um 7,1% síðastliðinn mánuð, en þau náðu lægsta gildi sínu í tæp 2 ár í lok september. Frá áramótum hafa þau lækkað um 10,9%.