Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna sagði í viðtali við Viðskiptablaðið í nóvember sl að hann hafi íhugað það að hætta en ákveðið að gera það ekki, þar sem hann teldi að í ljósi reynslu sinnar gæti hann enn lagt sitt á lóð á vogarskálarnar.

Í viðtali í Viðskiptablaðinu sem kom út á fimmtudaginn varð því ekki komist hjá því að spyrja Steingrím hvað hafi breyst frá því í nóvember, þó svo að hann sé ekki að hætta í stjórnmálum.

„Eins og fram kom í viðtalinu hjá ykkur hafði ég íhugað það að hætta um nokkurt skeið,“ segir Steingrímur í samtali við Viðskiptablaðið. „Það eru þó margir þættir sem hafa áhrif á ákvörðun mína nú. Ég tel að nú séu heppileg tímamót og einnig ákveðin sóknarfæri í því fyrir flokkinn að skipta um forystu. Auk þess hef ég alltaf verið á þeirri skoðun að það væri hvorki viðkomandi einstaklingi né flokki hollt að sami maður sæti of lengi sem formaður. Það hefur alltaf verið draumur minn að hætta sem formaður með þessum hætti en eiga þess um leið kost að halda áfram í stjórnmálum.“

Nánar er rætt við Steingrím í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.