Steingrímur J. Sigfússon efnahags- og viðskiptaráðherra gerir fyrirtækjaumhverfið á Íslandi og nýlega skýrslu Samkeppniseftirlitsins um það efni að umtalsefni í grein í Fréttablaðinu í dag.

Steingrímur fagnar minnkandi hlut bankanna í íslenskum fyrirtækjum en samkvæmt skýrslunni sem vitnað er til voru bankarnarnir með ráðandi stöðu í 27% stærstu fyrirtækja landsins í ársbyrjun 2012 samanborið við 68% árið 2009. Steingrímur segir að með þessu áframhaldi vonist hann til að hlutfallið verði enn lægra í lok árs og nálgist jafnvel „hreint borð“.

Þá segir Steingrímur það fagnaðarefni að erlend fyrirtæki hasli sér frekari völl hér á landi til að efla samkeppni og slá á kunningja- og hagsmunatengsl Íslendinga. Sem dæmi nefnir hann Bauhaus, Bygma, MP banka og EasyJet. Hann segir jafnframt að áhugavert væri ef t.d. einn af stóru bönkunum kæmist í eignatengsl við traust erlent fjármálafyrirtæki á næstunni.