Íslensk stjórnvöld vilja selja sjóðum frá Kína og Noregi ríkisskuldabréf, í næstu alþjóðlegu skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, í samtali við Bloomberg. Hann telur nýlegar breytingar á gjaldeyrishöftum ekki hafa áhrif á aðgengi Íslands að alþjóðamörkuðum.

Steingrímur segist ánægður með síðustu útgáfu ríkissjóðs á erlendum mörkuðum í júní í fyrra, sem var sú fyrsta eftir hrun. Hann sagðist einnig ekki geta verið í felum með að honum þyki í góðu lagi ef norski olíusjóðurinn og Kínverjar kaupi skuldir Íslands.