Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG) er byrjað að undirbúa sig fyrir kosningar og hafa að því tilefni flýtt flokksþingi sínu, sem öllu jafna hefði átt að fara fram í október, fram í mars eins og áður hefur komið fram.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG ítrekar í samtali við Viðskipablaðið að það hafi verið krafa VG að halda kosningar sem fyrst en samkvæmt tilkynningu flokksins í dag er tekur VG mið af því að gengið verði til kosninga laugardaginn 4. apríl, eða helgina fyrir páska.

Þá segist Steingrímur aðspurður ekki gera ráð fyrir öðru en að hann gefi áfram kost á sér sem formaður flokksins.

Aðspurður um tillögu Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins um að haldnar yrðu kosningar þann 9. maí næstkomandi sagði segir Steingrímur að hann hafi litið á það sem tillögu og er reiðubúinn til viðræðna um dagssetningu kosninga.

Hann segir að flokkarnir geti sammælst um dagssetningu en augljóslega verði um stutta og snarpa kosningabaráttu að ræða.