Skýrsla Seðlabankans um valkosti landsins í gjaldmiðlamálum slær út af borðinu óraunhæfar patentlausnir um upptöku annarrar mynta, að sögn Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvegaráðherra.

Steingrímur sagði í samtali við RÚV um skýrsluna ábyrgðalaust að undirbúa framtíðina ekki þannig að Íslendingar geti áfram haft íslensku krónuna. Þvert á móti eigi Íslendingar að hafa sjálfstraust til að halda í eigin gjaldmiðil.

Í skýrslunni, sem kynnt var í gær, segir m.a. að augljósasti kosturinn í gjaldmiðlamálum sé ýmist tenging krónunnar við annan gjaldmiðil eða upptaka hans. Evran er sögð augljósasti kosturinn.