Ríkisstjórnin ætlar að leita hófanna á erlendum lánsfjármörkuðum með útgáfu á ríkisskuldabréfum, líklega til tíu ára, þegar öldurnar lægir á alþjóðlegum mörkuðum. Þetta segir Steingrímur J. Sigfúss, efnahags- og viðskiptaráðherra. Ríkissjóður gaf um mitt síðasta ári út skuldabréf til fimm ára upp á einn milljarð Bandaríkjadala til fimm ára. Steingrímur segir í samtali við bandaríska stórblaðið Wall Street Journal ekki liggja fyrir hvenær stefnt verði á frekari skuldabréfaútgáfu.

Steingrímur kemur jafnframt inn á hugmyndir um upptöku Kanadadollars hér í skugga gengishruns krónunnar. Hann vísar öllu slíku ráðabruggi út af borðinu, um sé að ræða vangaveltur stjórnaraðstöðuflokka og fleiri manna innan háskólasamfélagsins á fræðilegum nótum frekar en um raunhæfa lausn, að hans mati.

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon