Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið rætt óformlega að Samfylking og Vinstri græn fari í kosningabaráttuna með þá yfirlýstu stefnu að þeir starfi áfram saman, fái þeir til þess umboð, að kosningum loknum.

Engar ákvarðanir hafi þó verið teknar um að ganga samstillt til kosninga.

„Ég er [...] í engum vafa að góð útkoma þessara flokka í kosningunum mun stórauka líkurnar á því að þeir haldi áfram. Ég tala nú ekki um ef þeir fengju snyrtilegan meirihluta," segir hann í samtali við Viðskiptablaðið í dag.

Steingrímur segir enn fremur að það hafi verið heilmikill áfangi í samstarfi þessara flokka að þeir skuli hafa náð fljótt og vel saman um verkáætlun nýrrar ríkisstjórnar. Þá auki það líkurnar á áframhaldandi samstarfi gangi ríkisstjórnarsamstarfið vel.

Nánar er rætt við Steingrím J. Sigfússon í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag.