Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs (VG) hefur þekkst heimboð til Færeyja í tengslum við 60 ára afmæli systurflokks VG, Tjoðveldisflokkinn.

Steingrímur mun hitta færeyska ráðamenn og ávarpa þingið á morgun, fimmtudaginn 14. nóvember.

Þar mun hann nýta tækifærið til að þakka Færeyingum rausnarlegan stuðning við okkur á erfiðum tímum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá VG.

Dagskrá heimsóknarinnar er svohljóðandi:

  • Kl. 10.00: Heimsókn í Tinganes
  • Kl. 11.00: Færeyja Banki eða Eik Banki
  • Kl. 13.30: Steingrímur ávarpar færeyska þingið og fjallar um alþjóðlegu efnahagskreppuna og íslensku reynsluna.
  • Kl. 14.30: Blaðamannafundur
  • kl. 15.30: Færeyja Banki eða Eik Banki
  • kl. 19.00: Afmælisveisla Tjóðveldis, Steingrímur flytur kveðju frá Vinstri grænum