Breska blaðið Financia Times (FT) fjallar í dag um kosningarnar á Ísland. Blaðið vitnar í nýlegarn skoðanakannanir og segir að samkvæmt þeim stefni í bestu kosningu vinstri flokkanna frá upphafi.

Þá ræðir blaðið við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði sem staðfestir að ef skoðanakannanir séu réttar stefni í mestu vinstri sveiflu í sögu lýðræðisins.

FT bendir réttilega á að möguleg Evrópusambandsaðild og upptaka evru sé eitt af stóru kosningamálunum. Fram kemur að Samfylkingin aðhyllist inngöngu í ESB en Vinstri grænir efist um ágæti þess að ganga í ESB.

Þá hefur blaðið eftir Steingrími J. Sigfússyn, formanni VG að hann hafi áhyggjur af því að mikill þrýstingur frá Samfylkingunni um inngöngu í ESB geti klofið núverandi stjórnarsamstarf.

Sjá umfjöllun FT um kosningarnar á Íslandi hér.