Steingrímur J. Sigfússon fráfarandi formaður Vinstri grænna, segir að hann láti fylgi flokksins eins og það mælist í skoðanakönnunum ekki stjórna sér. Það hafi hann ekki gert hingað til og geri ekki nú. Á blaðamannafundi í dag var Steingrímur spurður hvort ástæða þess að hann gefi ekki kost á sér sem formaður sé fylgi flokksins í skoðanakönnunum, sem er langt undir þeirri kosningu sem flokkurinn hlaut í kosningnunum árið 2009.

Steingrímur hyggst sitja áfram á Alþingi og sem ráðherra. Hann telur að flokknum muni vegna betur í komandi kosningum en skoðanakannanir benda til í dag. Hann finni fyrir miklum meðbyr. Kosið verður nýjan formann VG um næstu helgi.