Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ræddi í gær við Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, um stöðuna sem komin er upp í samskiptum þjóðanna eftir að Ólafur Ragnar Grímsson synjaði lögum um Icesaveskuldirnar staðfestingar.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins skýrði Steingrímur frá stöðu málsins, frá sjónarhóli stjórnvalda, eftir ákvörðun forsetans.

Steingrímur heldur að öllum líkindum í dag til Norðurlanda þar sem hann mun eiga fund með starfsbræðrum sínum.

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, heldur síðan að öllum líkindum til Bretlands og Hollands í dag þar sem rætt verður um stöðu Icesave-málsins.