Ísland á enn eftir að yfirstíga nokkrar hindranir áður en hægt er að ganga frá samkomulagi við Breta og Hollendinga um Icesave. Ekki verði lögð áhersla á að samningar fari hratt í gegnum þingið.

Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í viðtali við Bloomberg fréttastofu.

Steingrímur segir að stjórnvöld voni vissulega að nú sé hægt að útkljá deiluna en enn séu ákveðin atriði sem þurfi að ganga frá.

Samkomulag þjóðanna sem kynnt var í gær gerir ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna Icesave verði um 47 milljarðar króna.

Innihald nýja-Icesave samkomulagsins .

Frétt Bloomberg .