Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sagði á fundi í morgun að Ísland hefði ekki átt neinn annan kost árið 2009 en að koma þessu máli úr vegi. Hann sagði þetta ekki vera pólitískan ósigur fyrir ríkisstjórnina og vonaðist til að allir væru nógu stórir til þess að fagna þessu.

Hann sagði ótímabært að ræða hvort tilefni væri til skaðabótarmáls.