Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Í tilkynningu frá Félagi viskipta- og hagfræðinga (FVH) segir að frumvarpið feli í sér viðamiklar breytingar á allri löggjöf um sjávarútveginn. Ekki séu allir á eitt sáttir og þessum tillögum hafi verið mótmælt harðlega.

Hér sé á ferðinni mjög afdrifaríkt mál fyrir íslenskt efnahagslíf og Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga muni standa fyrir hádegisverðarfundi um fiskveiðistjórnunarfrumvarpið í dag, miðvikudaginn 18. apríl kl.12-13.30 á Grand Hótel Reykjavík.

Ræðumenn fundarins verða Steingrímur J. Sigfússon , sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Ásthildur Sturludóttir , bæjarstjóri Vesturbyggðar, Guðrún Lárusdóttir , framkvæmdastjóri Stálskip ehf, Jens Garðar Helgason , formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar og Illugi Gunnarsson alþingismaður .

Fundur í Víkinni - Sjávarútvegsmál
Fundur í Víkinni - Sjávarútvegsmál
© BIG (VB MYND/BIG)
Fundur Félags viðskipta og hagfræðinga
Fundur Félags viðskipta og hagfræðinga
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Ásthildur Sturludóttir
Ásthildur Sturludóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Guðrún Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Stálskipa.
Guðrún Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Stálskipa.
© BIG (VB MYND/BIG)
© BIG (VB MYND/BIG)

Fundurinn er öllum opinn, hefst klukkan 12:00 og stendur til 13.30 eins og áður sagði.