„Það er alveg skýrt að „nei“ þýðir ekki að við séum að neita því að greiða. Við ætlum að standa við skuldbindingar okkar. Að halda öðru fram er mjög svo hættulegt fyrir efnahagslífið í þess landi.“

Þetta hefur vefur breska blaðsins Telegraph eftir Steingrím J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, vegna Icesave samkomulagsins. Þá segir blaðið að Steingrímur hafi reynt að gera sem minnst úr niðurstöðu kosninganna.

Nú er ljóst að nær allir þeir er tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave samkomulagið höfnuðu því að lög sem skuldbinda ríkissjóð til að ábyrgjast greiðslur Tryggingasjóðs innstæðueigenda tækju gildi.

Fram kemur í frétt Telegraph að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi hvatt fólk til að hunsa atkvæðagreiðsluna.

Sjá frétt Telegraph í heild sinni.