Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun Þorstein M. Jónsson, sem oft er kenndur við kók, til að greiða Nýja Landsbankanum 150 milljóna króna víxil auk vaxta. Fallist var á að dráttarvextir reiknist ekki fyrr en frá þingfestingu málsins þann 9. desember 2010 en ekki frá gjalddaga, líkt og Landsbankinn krafðist en að var bankinn sem stefndi Þorsteini.

Að auki var Þorsteini gert að greiða stefnanda málskostnað að upphæð 280 þúsund krónur.

Þorsteinn undirritaði eignavíxilinn þann 28. apríl 2008 þar sam hann lýsti því yfir að hann skyldi greiða Landsbankanum víxilinn með 150 milljónum króna þann 10. ágúst 2008. Víxlinum var ráðstafað til Nýja Landsbankans við stofnun bankans þann 9. október 2008.

Þorsteinn taldi að Landsbankanum hafi ekki verið heimilt að sækja málið fyrir dómi þar sem frumrit hafi ekki enn verið sýnt honum til greiðslu, hvorki af stefnanda (Nýja Landsbankanum) né Landsbanka Íslands.

Dómari í málinu komst að þeirri niðurstaða að það væri ósannað í málinu hvort víxillinn hafi verið sýndur til greiðslu á gjalddaga eða Þorsteini tilkynnt um hann. „Frumrit víxilsins var lagt fram við þingfestingu málsins 9. mars 2009 og verður að telja að þá hafi farið fram fullnægjandi sýning á honum til greiðslu,“ segir í dómnum.