Steinn Kári Ragnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins DV ehf. Útgáfufélagið rekur DV og Dv.is.

Steinn Kári hefur áralanga reynslu af stjórnunarstörfum í íslenskum fjölmiðlum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá DV. Hann hefur starfað sem útvarpsmaður, auglýsingasölumaður og framkvæmdastjóri hjá PoppTíví og kom að stofnun 24 stunda, sem síðar varð Blaðið, þar sem hann var markaðs- og auglýsingastjóri. Undanfarin ár hefur hann verið í eigin rekstri.

Hann hefur þegar hafið störf á DV.