Haru Holding áframseldi allt hlutafé i Bláfugli til nýstofnaðs félags BB Holding ehf, eftir að félagið keypti Bláfugl af dótturfélagi Íslandsbanka. Tilkynnt var um kaupin í morgun.

BB Holding ehf er í eigu Haru Holding ehf og Steins Loga Björnssonar og á hvor aðili um sig helmings hlut í félaginu. Steinn Logi Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skipta, mun gegna hlutverki stjórnarformanns í bæði BB Holding ehf og Bláfugli ehf.

Haru Holding er móðurfélag Air Atlanta en Bláfugl ehf verður áfram rekið sem sjálfstætt Íslenskt flugfélag á sama grunni og verið hefur. Flugfloti félagsins samanstendur af fimm Boeing 737 fraktvélum.