Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, fullyrðir að ekki sé rétt að hann hafi sagt að íslenskir aðilar standi að baki Triton fjárfestingarsjóði. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, sagði í umræðum á Alþingi í síðustu viku að Íslendingar standi að baki Triton en sjóðurinn á í viðræðum við Framtakssjóðinn um kaup á erlenda hluta Icelandic Group.Hún sagði að svo hafi komið fram í máli Steinþórs á opnum fundi Framsóknarflokksins fyrr í mánuðinum.

Viðskiptablaðið leitaði eftir viðbrögðum frá Steinþóri við ummælum Vigdísar. Frá Landsbankanum fengust þær upplýsingar að hljóðupptaka af fundinum sýni að Vigdís fór með rangt mál, Steinþór hafi aldrei sagt Íslendinga standa að baki Triton.