*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Fólk 28. mars 2018 13:17

Steinþór Pálsson til KPMG

Steinþór Pálsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur verið ráðinn til endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækisins KPMG.

Ritstjórn
Steinþór Pálsson, fyrrum bankastjóri Landsbankans og nýr meðeigandi KPMG.
Aðrir ljósmyndarar

Steinþór Pálsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur verið ráðinn til endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækisins KPMG að því er Fréttablaðið greinir frá. Steinþór hætti störfum sem bankastjóri Landsbankans í nóvember eftir að hafa sætt mikilli gagnrýni vegna sölu bankans á tæpum þriðjungshlut í Borgun.

Steinþór verður á meðal eigenda á ráðgjafasviði fyrirtækisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en starfsmönnum KPMG var tilkynnt um ráðninguna í morgun.

Áður en Steinþór tók við starfi bankastjóra Landsbankans hafði hann verið framkvæmdastjóri Actavis á Íslandi á sviði stefnumótunar. Þá var hann framkvæmdastjóri fyrirtækisins á Möltu og í Bandaríkjunum. Á árunum 1990 til 2000 starfaði Steinþór hjá, meðal annars á sviði áhættustýringar og fyrirtækjaþjónustu.

Steinþór er með próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Edinborgarháskóla.

 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is